Lífsspeki

Ef þú ert ekki að reyna að njóta lífsins, þá ertu að sóa því.

                                      Andri Sigurðsson.
 


Skyndihjálp

Fór á námskeið í skyndihjálp í gær með nokkrum úr Græna (Svandísi, Sólveigu og Kötu). Alltaf þarf að vera fólk sem spyr og spyr, og spyr um allt sem mögulega tengist efni námskeiðsins. Eins og hvort maður hallar sér fram eða aftur þegar maður fær blóðnasir, eins og það bjargi lífi. Svo var horft á kastljós eins og Svandís benti á. Einhver kona sem lifði af einhverjar hörmungar. Er ekki betra að kenna okkur eitthvað í staðinn? En já, svona er bara þetta fanatic fólk, eða svona fólk sem lifir fyrir eitthvað, eins og að veita skyndihjálp. Ég geri mér grein fyrir hvað þetta eru súr orð frá mér, en mér fannst þetta bara eitthvað svo asnalegt námskeið. Svo er það fólkið sem er alltaf að segja sögur af sér og börnunum sínum. Hvað það var hræðilegt þegar hún klemmdi sig, eða þegar húns setti spritt á opið sár (ekki gera það). Fólk.

skyndihjalparnamskeid


Einn besti trailer sem ég hef séð

Þetta er frábær trailer fyrir ansi slappa mynd, Churchill: The Hollywood Years. Horfði á hana með Agga og Magga fyrir nokkru, lofaði góðu, en mæli ekki með henni fyrir alla...

 


Kvikmyndakvöld

Kvikmyndakvöld Kvikmyndakónganna er í kvöld. Ég er himinlifandi að þessi hefð hefur verið endurvakin. Hvað ætli hann Agnar bjóði okkur upp á í kvöld?

Ellimörk

Ég átti afmæli 10.okt, orðinn 24 ára (aldurinn sami og þættirnir sem halda Agga vakandi frameftir). Farinn að finna fyrir því að það er erfiðara að jafna sig eftir hart djamm. Eins og síðustu helgi, drakk of mikið af cosmo og því fylgdi smá blackout, drulluónýtur daginn eftir og mjög þreytur í dag. Svona er það að vera gamall.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband