Færsluflokkur: Bloggar

Kött og tan 2008

Ég er í gymminu þessa stundina, stefni á að verða köttaður í drasl og heltanaður í maí. Er að spöglera að skella inn einni góðri vaxtaræktarpósu eða svo í hverjum mánuði þangað til í maí, þegar árangurinn kemur í ljós. Núna er ég 97kg, stefni á að fara undir 90kg. Tek vikulega samantekt á þessu svo. Koma svo, grrrr!!!

Hvað er títt?

Ekki bloggað lengi, enda er maður alltaf á Facebook, eða þá MySpace. Ætla bara að droppa línu varðandi þetta eðalrokk hérna sem er að spilast á öldum ljósvakans, lagið er Atlas með Battles. Afar skemmtilegt lag, mjög framúrsetfnulegt.

Hið ömurlega samgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins (Strætó sökkar)

Ég var að skoða hvenær strætó kemur og hvaða vagna ég þarf að taka eftir þessar yndislegu breytingar sem voru gerðar á strætó um daginn. Til að vera mættur í vinnuna kl 8 þarf ég að taka tvo vagna. Ég þarf að komast frá Garðastræti til Vesturhlíðar, sem er hjá Fossvogskirkjugarði. Ég þarf að fara út klukkan 7.00 og taka strætó 7.11, lendi í skýli á bústaðarvegi um 7.40. Hvað er málið með að vagnar komi á 30 mínútna fresti? Ég væri fljótari að labba, og gæti lagt af stað seinna. Hvað þá að hjóla, ég þyrfti ekki að leggja af stað fyrr en 7.30 í fyrsta lagi.

Er þessi samgönguáætlun til að hvetja fólk að hætta að nota strætó? Ég nenni svo ekki að fara að tala um það að það kosti 280 kr farið. Hvað er fleira að? Síðustu ferðir á mörgum stöðum eru löngu farnar áður en vaktavinnufólk klárar vinnu. Sem dæmi þá búa foreldrar mínir og systkyni á Baugakór í Kópavogi. Þar gengur leið 28, sem hættir að ganga kl 23. Síðasta ferð um þeirra götu er um 22.30! Og svo þegar síðasti vagninn fer þarna um þá stytta þeir sér víst leið um hverfið til að ná að skila vagninum kl 23!!! Þegar leiðum er fyrirvaralaust breytt þá mætti setja einsog eitt blað í hurðarglugga sem segir "Leið breytt á eftirfarandi hátt".

Vá hvað maður getur verið pirraður út í þetta. 

 


Veikindi og með því

Bloggleti. Þessi færsla er hér því mér finnst ég knúinn til að halda áfram að skrifa hérna. Burtséð frá því þá sá ég þessa fínustu mynd í gær, þegar ég lá veikur heima upp í sófa eftir að hafa hætt við djamm vegna veikindanna, Freedom Writers. Óskapleg formúlumynd um kennara sem vekur upp metnað og umburðarlyndi hjá nemendum sínum sem eru í mismunandi gengjum sem eiga í stríði. Æ ég veit, guuubbbbb. En þetta er víst sönn saga og allt það (eru þær það ekki allar). Samt góð mynd og ég mæli eindregið  með henni. Fólkið sem myndin segir frá stofnaði svo með kennaranum samtökin Freedom Writers. Ég varð alveg meyr á köflum, en ég verð nú oft þannig þegar ég er með hita.

Próflok nálgast

Próflok á morgun, mánudag. Ég kasta af mér innibuxunum og fer hvítur sem nár út í sólina! Halló heimur!

Cantat-3 er rusl

Ég hata fátt meira en CANTAT-3 sæstrenginn. Ég veit ekki um neitt sem hefur klikkað oftar en þessi helvítis ónýti strengur (nema kannski ríkisstjórnin). Oh ég er svo pirraður núna, ekkert samband við útlönd og dexter þáttur 7 í 94%...

Ein Í albúmið

Fann þessa frábæru mynd á samfó.is. Algerir stjörnutaktar. Þessi lengst til hægri er samt með smá kjánahroll sýnist mér.

 Hress


Kominn heim

Eftir ferð til Edinborgar. Þetta var fínasta ferð, alltaf gaman í Edinborg. En annars kalla ég eftir djömmurum frá og með 4.apríl til helgarloka, ég á núna 2l af sterku og góðu víni til neyslu, Vodka 50% og Bacardi Coconut.

Lifið Heil! 


Helgin sú liðna ágæt var

Spilaði Partý & Co hjá Svandísi og fór svo með Agga niðrí bæ. Kvöldið var ágætt, en við vorum helst til of drukknir, sbr. meðfylgjandi mynd.

 

Æ æ


Popp & kók

Ég man eftir þeim tíma þegar það var ekki til FM957 eða X-ið eða neitt og maður horfði á Popp & Kók á stöð 2 eftir barnóið. Ég var heavy að hlusta á New Kids on The Block o Salt'N Peppa. Svo dýrkaði ég Mark Wahlberg eða Marky Mark eins og hann kallaði sig. Smá myndbútur hér með Marky.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband