Færsluflokkur: Bloggar

Endurminningar

Mig langar að deila með ykkur einni ánægjulegri mynd úr ferð minni með þessum myndarpiltum hér. Þarna erum við að horfa á sögu borgarinnar Ljubljana í Slóveníu... í 3D!

 Framtíðin (Ljubljana Slóveníu)

 


Helgi framundan

Helgin: Það verður tekið á því á morgun. Ég stefmi á einhverja ananas/kókos kokteila, eins og pina colada eða eitthvað. Skot og sterkir drykkir. Ég ætla all-in á morgun!

Drykkjuvandamál

Ég á við drykkjuvandamál að stríða, þ.e. að ég veit ekki hvað ég á að drekka. Ég ætla að gefa bjórnum pásu, vodka í appelsínusafa er svoldið 2005 og ég er búinn að drekka svoldið yfir mig af cosmo. Hvað tekur við? Ég segi nú ekki alveg skilið við cosmoinn, kannski maður fái sér öðru hverju, en ég þarf einhvern sólíd drykk til að reiða mig á. Ábendingar?

Kaffi

Það virðast allir frekka kaffi nema ég. Hvað er svona spes við kaffi? Mér finnst best að drekka bara kókómjólk þegar ég þarf að hressa mig við. Og kannski smá Cointreau útí..

Kvikmyndakvöld #2

Það var komið að mér að hafa kvikmyndakvöld, við erum nokkrir sem hittumst á tveggja vikna fresti og skiptumst á að velja einhverja mynd sem maður myndi líklega ekki horfa á einn, myndir sem hafa eitthvað X-Factor eins og Simon myndi segja.

Ég valdi myndina The Toxic Avenger. Margrómuð B-mynd (linkur á wikipedia, minnst er á þessa mynd þarna) sem er löngu komin í raðir Cult-myndanna. Trailer fyrir myndina er hér, ég hvet allt kvikmyndaáhuafólk að tjekka á þessu. Myndinni voru gefin 2 poppkorn af 4 mögulegum (Poppkorn eru gefin fyrir skemmtanagildi, ekki fagmannleika).

B0000AM76M.02.LZZZZZZZ


Illmennið

King Edward the Longshanks (Braveheart) er illmennið, þessi könnun er að öllum líkindum skekkt þar sem margir sem ég þekki deila ást minni á þessarri mynd. en engu að síður er Eddie með tæp 73% atkvæða. Svo eru það líka ákveðnar týpur sem kjósa yfir höfuð í svona könnunum.

Helgin

Byrjaði að drekka klukkan 2 í gær (eftir hádegi) og var að til um 3 eftir miðnætti. Hópefli hjá okkur í Vesturhlíð. Sirkus er farinn að venjast, snilldarstaður. Góð tónlist þar í gær. Varla þarf að taka fram að ég er með timburmenn í dag. Djöfull er ég að vinna með hressu fólki. Ætli Kata hafi komist heim?

Ég hlakka svo til...

Kominn nettur jólafiðringur í mig. Var með Ípoddinn á shuffle og hann spilaði fyrir mig jólalagið með Smashing Pumpkins. Ú hvað það er gaman á jólunum. Ég veit að það er svoldið í það, en ég er svo mikið jólabarn í hjarta. Hlakkaru til jólanna eða ertu á móti þessu öllu (bölvaður kommúnisti!)

 

 


En óheppileg skammstöfun

Já, ég rakst á þetta hérna um daginn þegar ég var á höttunum eftir hljómsveitinni Go Team! á Google: Safe Community Action Team (SCAT). En óheppileg skammstöfun. Fyrir þá sem eru of hjartahreinir þá er hér nokkur orð um þetta blæt: Coprophilia.

Suðrið

Nett gyðingahatur og smá Nasistafílíngur í þessum kalli sem Borat er að spjalla við hér. Eigna Magga Má heiðurinn af þessu, hann kom mér á sporið. Borat er rosalegur.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband