Hið ömurlega samgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins (Strætó sökkar)

Ég var að skoða hvenær strætó kemur og hvaða vagna ég þarf að taka eftir þessar yndislegu breytingar sem voru gerðar á strætó um daginn. Til að vera mættur í vinnuna kl 8 þarf ég að taka tvo vagna. Ég þarf að komast frá Garðastræti til Vesturhlíðar, sem er hjá Fossvogskirkjugarði. Ég þarf að fara út klukkan 7.00 og taka strætó 7.11, lendi í skýli á bústaðarvegi um 7.40. Hvað er málið með að vagnar komi á 30 mínútna fresti? Ég væri fljótari að labba, og gæti lagt af stað seinna. Hvað þá að hjóla, ég þyrfti ekki að leggja af stað fyrr en 7.30 í fyrsta lagi.

Er þessi samgönguáætlun til að hvetja fólk að hætta að nota strætó? Ég nenni svo ekki að fara að tala um það að það kosti 280 kr farið. Hvað er fleira að? Síðustu ferðir á mörgum stöðum eru löngu farnar áður en vaktavinnufólk klárar vinnu. Sem dæmi þá búa foreldrar mínir og systkyni á Baugakór í Kópavogi. Þar gengur leið 28, sem hættir að ganga kl 23. Síðasta ferð um þeirra götu er um 22.30! Og svo þegar síðasti vagninn fer þarna um þá stytta þeir sér víst leið um hverfið til að ná að skila vagninum kl 23!!! Þegar leiðum er fyrirvaralaust breytt þá mætti setja einsog eitt blað í hurðarglugga sem segir "Leið breytt á eftirfarandi hátt".

Vá hvað maður getur verið pirraður út í þetta. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þá er bara að grípa hjólið...
Ég get endalaust pirrað mig á strætó, þó aðallega hvað það er mikið vesen að klöngrast með barnavagna uppí þá.
Hjálpsemin í Íslendingum er nefnilega á núlli hvað það varðar.

Maja Solla (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband