30.1.2007 | 23:35
Kvikmyndakvöldin
Mitt var valið og valið var The Warriors. Þetta er alger Cult mynd og er ofarlega á flestum listum sem það varðar. Myndin var ágæt, en ekkert til að hrópa húrra fyrir. Afar skemmtilegir búningar.
Bloggar | Breytt 1.2.2007 kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.1.2007 | 11:37
Vesturbærinn
Ég er staddur í sturtuklefa í sundlaug Vesturbæjar ásamt Agnari. Þetta er sæmilega stór klefi með mörgum sturtum. á móti mér eru 4-5 lausar sturtur. Við hlið Agnars eru 3 lausar og þær eru með veggjum á milli, ekki hjá mér. Maður kemur inn og velur sér sturtuna sem er við hliðina á mér. Þetta þótti mér skondið. Af öllum sturtunum velur hann að vera í kremju við hliðina á mér! Þetta er eins og að velja sér pissuskálina við hliðina á eina manninum sem er alveg úti í horni, það gerir það enginn. Það er margt undarlegt fólk sme liggur leið sína í Vesturbæjarlaugina. Í pottunum var einnig maður sem stundi mikinn þegar hann kom ofaní pottinn og ég átti erfitt með að fela kátínu mína, svo erfitt að Agnar dró mig í næsta pott. Einnig var þarna kona sem vildi tala við okkur um Vesturbæinn og son hennar sem er sundkennari. Indælasta kona.
Og í lokin ---- Hvaðan er þetta kvót? "You're gonna eat lightnin' and you're gonna crap thunder!"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.1.2007 | 16:49
Uppgjör
Aðeins 64.7 % svarenda taka þátt í könnunum á bloggsíðum. Mótsagnakennd 5.9 % sögðust ekki taka þátt í skoðanakönnunum á bloggsíðum... og svo eru það þeir sem velja svör sem þeim finnst sniðug, 29,4 % sem völdu "Bara ef mér finnst efni könnunarinnar skemmtilegt og mjög relevant á þeim tíma sem ég tek þátt"
Annars fer nú óskarstíð að fara í gang og þá fær maður séns að fara á nokkrar góðar myndir í bíó. Síðasta góða mynd sem ég sá, þá meina ég virkilega góða, vá hvað þessi var fín, var svo langt síðan að ég bara man ekki eftir neinni spes.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.1.2007 | 16:06
Klassísk ófrumleg samantekt
Markverðasta á liðnu ári var Balkanferð, Hægri Reykjavík, Hvalirnir og svo toppurinn: útgáfa Singstar Legends... Fleiri orð mun ég ekki hafa um það árið.
Ég er spikaður eftir hátíðarnar að eigin mati, ræktin tekur við. Miskunnarlaus hreyfing í þágu fegurðar. Ekki fer maður í ræktina til að auka lífslíkur, neeeeei, bara til að verða kjút.
Foreldrar mínir eru að fljýja Reykjavík yfir í Kópavoginn. Úr öskunni í eldinn. Nei nei, kópavogur er fínn, allavega betur hugsað um fólk þar en hérna í hundraðs-hverfunum.
Aggi er að flytja aftur, að þessu sinni í Norðlingaholtið. Ekki skil ég þá firru. Hver vill búa þar? Þetta er næstum lengra en Mosó.
Ég hef hugsað mér að læra á rafmagnsgítar á árinu, er reyndar að fara að gera BA verkefnið í vor. Veit ekki hversu tímafrekt það er.
Sé ykkur á árinu, einhver ykkar sé ég nú strax um helgina, blindfull. Þið vitið hver þið eruð...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.12.2006 | 13:00
Jóla eitthvað
Jólaskapið í hámarki með Family Guy
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 53
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Tónlist
Tónlist
-
Q-Lazzarus - Silence of the Lambs - Goodbye Horses
Frábært lag, er í Silence of the Lambs og Clerks 2
-
The Go! Team - Thunder Lightning Strike - Ladyflash
Frábært sound, hresst og ferskt
-
Jack Johnson - Sing-A-Longs & Lullabies for the Film Curious George - Upside Down
Reddar manni í próflestri