Kvikmyndakvöldin

Mitt var valið og valið var The Warriors. Þetta er alger Cult mynd og er ofarlega á flestum listum sem það varðar. Myndin var ágæt, en ekkert til að hrópa húrra fyrir. Afar skemmtilegir búningar.

 


Vesturbærinn

Ég er staddur í sturtuklefa í sundlaug Vesturbæjar ásamt Agnari. Þetta er sæmilega stór klefi með mörgum sturtum. á móti mér eru 4-5 lausar sturtur. Við hlið Agnars eru 3 lausar og þær eru með veggjum á milli, ekki hjá mér. Maður kemur inn og velur sér sturtuna sem er við hliðina á mér. Þetta þótti mér skondið. Af öllum sturtunum velur hann að vera í kremju við hliðina á mér! Þetta er eins og að velja sér pissuskálina við hliðina á eina manninum sem er alveg úti í horni, það gerir það enginn. Það er margt undarlegt fólk sme liggur leið sína í Vesturbæjarlaugina. Í pottunum var einnig maður sem stundi mikinn þegar hann kom ofaní pottinn og ég átti erfitt með að fela kátínu mína, svo erfitt að Agnar dró mig í næsta pott. Einnig var þarna kona sem vildi tala við okkur um Vesturbæinn og son hennar sem er sundkennari. Indælasta kona.

 

Og í lokin ---- Hvaðan er þetta kvót? "You're gonna eat lightnin' and you're gonna crap thunder!" 


Uppgjör

Aðeins 64.7 % svarenda taka þátt í könnunum á bloggsíðum. Mótsagnakennd 5.9 % sögðust ekki taka þátt í skoðanakönnunum á bloggsíðum... og svo eru það þeir sem velja svör sem þeim finnst sniðug, 29,4 % sem völdu "Bara ef mér finnst efni könnunarinnar skemmtilegt og mjög relevant á þeim tíma sem ég tek þátt"

 

Annars fer nú óskarstíð að fara í gang og þá fær maður séns að fara á nokkrar góðar myndir í bíó. Síðasta góða mynd sem ég sá, þá meina ég virkilega góða, vá hvað þessi var fín, var svo langt síðan að ég bara man ekki eftir neinni spes. 


Klassísk ófrumleg samantekt

Markverðasta á liðnu ári var Balkanferð, Hægri Reykjavík, Hvalirnir og svo toppurinn: útgáfa Singstar Legends... Fleiri orð mun ég ekki hafa um það árið.

Ég er spikaður eftir hátíðarnar að eigin mati, ræktin tekur við. Miskunnarlaus hreyfing í þágu fegurðar. Ekki fer maður í ræktina til að auka lífslíkur, neeeeei, bara til að verða kjút.

Foreldrar mínir eru að fljýja Reykjavík yfir í Kópavoginn. Úr öskunni í eldinn. Nei nei, kópavogur er fínn, allavega betur hugsað um fólk þar en hérna í hundraðs-hverfunum.

Aggi er að flytja aftur, að þessu sinni í Norðlingaholtið. Ekki skil ég þá firru. Hver vill búa þar? Þetta er næstum lengra en Mosó.

Ég hef hugsað mér að læra á rafmagnsgítar á árinu, er reyndar að fara að gera BA verkefnið í vor. Veit ekki hversu tímafrekt það er.

Sé ykkur á árinu, einhver ykkar sé ég nú strax um helgina, blindfull. Þið vitið hver þið eruð... 

 

 


Jóla eitthvað

Jólaskapið í hámarki með Family Guy


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband