Kvefaður

Kvef, einn leiðinlegasti sjúkdómur hérlendis. Ég er með eitthvað ofurkvef, með hita og finnst eins og höfuðið gæti sprungið þá og þegar vegna óeðlilegrar slímþenslu.

Annars eru prófin að fara að byrja (loksins) hjá mér og gengur mér erfðilega að lesa í þessarri eymd. Sá ansi spes mynd um daginn þegar ég slysaðist á stöð 2, sem var einhverra hluta vegna órugluð þann daginn: Amazon Women on the Moon. Hljómar ekki vel, en skartar myndarlegum hóp leikara sem eru margir hverjir vel þekktir, sumir ofurstjörnur. Ansi skondið í byrjun myndar þegar credit listi yfir leikara kemur: Starring a Bunch of Actors. Þeir meir þekktu eru Arsenio Hall, Michelle Pfeiffer, Phil hartman, Rosanna Arquette, B.B. King (blús/jazz listamaðurinn), Kelly Preston, Steve Guttenberg og meistari Huey Lewis. Þessi ósköp fá svona 2.5 poppkorn af 4. Stórgóðir kaflar þarna.


Líf mitt í lögum

Þetta er eitthvað trend sem er að ganga, ég er svo mikill conformisti að ég verð að hafa svona líka. Sá þetta hjá Kamillu. Takk Kamilla fyrir að gefa mér þetta tækifæri til að sýna ykkur hvað ég hef góðan tónlistarsmekk, og réttan líka.

 

Opening Credits: Stir it Up - Bob Marley & The Wailers

    En ljúf leið til að byrja. Klassík frá Jamæka

Waking up: The End Has No End - The Strokes

    Það er hresst! Ég er ekki mikil morgunhani, en kvikmyndir eru ekki sama og lífið, maður verður stundum að breyta hlutunum fyrir linsuna.

First day at school: Bacteria Remix - Pendulum

    Svoldið sininster lag fyrir fyrsta skóladaginn, techno/rave. En hinsvegar er það satt að fyrsta skóladaginn minn fór ég 2svar til skólastjórans fyrir að gyrða niður um stelpur og slagsmál. 

Falling in love: I Touch Myself - Madonna

    Já... En viðeigandi þar sem fyrsta ástin var hægri hendin mín. Góðar stundir. 

Fight song: Butterfly - Weezer

    Spes, mjög róandi lag. Ég þori ekki að spekúlera í því of mikið. Fallegt og smá súrt lag. Kannski stend ég í þessu atriði yfir erkióvin með píanóvírinn í höndunum. 

Breaking up: Splash - Sunclub

    Gífurhresst, svoldið svona eins og frelsið sem ég fann þegar ég hætti með fyrstu kærustunni þegar ég var 6 ára... Erfitt að vera í sambandi það ungur. 

Prom: Something Rotten - Placebo

    Mjög drungalegt og antisocial lag. Kannski vegna þess að ekki fór ég á neitt Prom. Ekki það að ég hafi viljað fara! Bara asnalegt. 

Life: Stopp nr. 7 - 200.000 naglbítar

    Lífið er gott, og ég nýt þess. Ekki láta tækifærin þér úr greiðum renna og blablabla. 

Mental Breakdown: Goddamn it's a Beautiful day

    Ég sé fyrir mér eitthvað eins og atriðið í Happiness þegar sálfræðingurinn (ath að ég er í sálfræði) fer í almenningsgarðinn með sjálfvirkan riffil og byrjar að skjóta alla niður sem hann sér, og gerir þetta með bros á vör og líður miklu betur á eftir. 

Driving: Miserable Man - Radiohead

    Svoldið súrrealískt. Svona eins og þegar maður er að keyra með störu. 

Flashback: Son of a Preacher Man - Janis Joplin

    Já, kjörið flashback lag. Ég fæ flashback af því þegar ég gerði hluti úti í Balkans sem ekki verða tíundaðir hér. 

Getting back together: 2001: A Space Oddyssey - Ray McVay & His Orchestra

    Gjörsamlega útúrfönkuð útgáfa af þessu klassíska lagi, og á LSD. Psychadelic ástaratriði, við klædd fötum í sýrulitum, svona eins og atriðið í Big Lebowski með Lebowski og konunni sem Julianne Moore leikur þar sem hann flýgur um í einhverju sýruflippi. 

Wedding: New Born - Muse

    Já, sannarlega getur þetta verið eitthvað sem lætur manni líða eins og maður sé að fæðast á ný. Eða eitthvað þannig. Spurning hvort þetta sé vinsælt brúðkaupslag? Ekkert segir ég elska þig eins og gott harðkjarna rokklag. 

Birth of a child: Blue Monday - Nouvelle Vague

    Svona mellow/Rhúmba/Salsa acoustic útgáfa. Hvernig barn er ég að eignast? Þetta er bara eitthvað eins og úr Twilight Zone. 

Final Battle: Got Glint? - Chemical Brothers

    Fínasta lokabardagalag. Barist er með Karate og Kung-Fu, eins og lagið ætti að gefa ykkur til kynna. Gott techno frá þeim bræðrum, en samt mjög chillað og með góðu grúvi 

Deathscene: Money For Nothing - Dire Straits

    Skondið dauðalag. Þarna hefði ég viljað eitthvað frá Sigurrós, en betlarar geta ekki verið vandfýsnir... Kannski er þetta bara celebration for life...

Funeral Song: Neverending Story - Limahl

    Fullkomið! Lífið er einmitt svo stórbrotið, eins og þessar myndir voru. Ég ætla að láta spila þetta í jarðaförinni hjá mér! 

End Credit: Ain't No Sunshine - Joe Cocker

    Jahá, bara eðall. Myndin hefur greinilega verið  átakanleg. Margir eru enn með tárin í augunum. Ég þakka fyrir mig.

 

Settu I-Poddinn á shuffle og fylltu sjálfur inní. Bannað að svindla og sleppalögum (Já Aggi, é er að tala við þig!) 


Heimsborgarinn Andri

Ég hef samkvæmt World66 komið til 8% af landa heimsins (20 stykki, en eiginlega 22 þar sem Serbía/svartfjallaland er talið sem eitt og einnig er bretland talið sem heild). Ágætis byrjun.

Kort af þeim löndum Evrópu sem ég hef heimsótt.

 

countrymap?visited=BEBHCRCZDKENFRGEGRICITLUMCNLSCSMSLSPSWVC

 Auk þessarra landa í Evrópu hef ég nú bara komið til U.S and A. Ég er svo mikill Evrópusnobbari.

Hér er hinsvegar kort af þeim löndum sem ég er spenntur fyrir og ætla að hemsækja vonandi einhver þeirra í nánustu framtíð.

 

 worldmap?visited=MXJMARBRCLCOPEEGJPAUNZ


Vöðvar og þú!

Sá Bond um daginn. Keypti mér kort í Hreyfingu í gær. Þarna á milli eru óljós tengsl, en segjum bara að ég þurfi að koma mér í betra form svo ég verði eins og hann Daniel félagi minn.

Ég hvet ykkur til að gera slíkt hið sama, ekki kaupa kort í ræktinni 1.jan, það er svo gegnsætt eitthvað. Ég hef ekki ræktað líkama minn síðan ég og Aggi tókum á því í vor. 

 


Hvað er að ske?: Músík

Ofarlega á playlistanum mínum eru eftirfarandi:

 

Tímarnir okkar - Sprengjuhöllin (Hlusta)

Corduroy - Pearl Jam (Hlusta og horfa)

When You Were Young - The Killers (Hlusta)

Peach, Plum, Pear - Joanna Newsom (Hlusta og horfa)

Blóðrautt sólarlag - Gunnar Þórðarson (Sem gerði fegurðarsamkeppnis-lagið) (Hlusta, algert möst!)

The Adventure Final - Angels & Airwaves (Horfa/Hlusta)

Noah's Ark - CocoRosie (Hlusta)

Love Will Tear us Apart - Joze Gonzales

Joker and The Thief - Wolfmother (Hlusta)

Little Sister - Queens of The Stone Age (Hlusta)

 

Reyndu nú að nýta þessi lög til að auðga þinn eigin smekk, ef þú átt þetta allt: Til ham, þú ert alger gúrú! 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband