Endurminningar

Mig langar að deila með ykkur einni ánægjulegri mynd úr ferð minni með þessum myndarpiltum hér. Þarna erum við að horfa á sögu borgarinnar Ljubljana í Slóveníu... í 3D!

 Framtíðin (Ljubljana Slóveníu)

 


Helgi framundan

Helgin: Það verður tekið á því á morgun. Ég stefmi á einhverja ananas/kókos kokteila, eins og pina colada eða eitthvað. Skot og sterkir drykkir. Ég ætla all-in á morgun!

Drykkjuvandamál

Ég á við drykkjuvandamál að stríða, þ.e. að ég veit ekki hvað ég á að drekka. Ég ætla að gefa bjórnum pásu, vodka í appelsínusafa er svoldið 2005 og ég er búinn að drekka svoldið yfir mig af cosmo. Hvað tekur við? Ég segi nú ekki alveg skilið við cosmoinn, kannski maður fái sér öðru hverju, en ég þarf einhvern sólíd drykk til að reiða mig á. Ábendingar?

Kaffi

Það virðast allir frekka kaffi nema ég. Hvað er svona spes við kaffi? Mér finnst best að drekka bara kókómjólk þegar ég þarf að hressa mig við. Og kannski smá Cointreau útí..

Kvikmyndakvöld #2

Það var komið að mér að hafa kvikmyndakvöld, við erum nokkrir sem hittumst á tveggja vikna fresti og skiptumst á að velja einhverja mynd sem maður myndi líklega ekki horfa á einn, myndir sem hafa eitthvað X-Factor eins og Simon myndi segja.

Ég valdi myndina The Toxic Avenger. Margrómuð B-mynd (linkur á wikipedia, minnst er á þessa mynd þarna) sem er löngu komin í raðir Cult-myndanna. Trailer fyrir myndina er hér, ég hvet allt kvikmyndaáhuafólk að tjekka á þessu. Myndinni voru gefin 2 poppkorn af 4 mögulegum (Poppkorn eru gefin fyrir skemmtanagildi, ekki fagmannleika).

B0000AM76M.02.LZZZZZZZ


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband