10.5.2006 | 15:29
Evrósjón 2006
Hvað gera bændur þá? Engin blótsyrði á sjónvarpsstöðvum víða um heim í Evró'06? http://mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1200673
Spurning hvort hún verður Bleepuð eða hvort þurfi að breyta textanum. "The vote is in. I´ll fucking win" verður breytt í "The vote is in, they say I win", ekki er fólk par sátt við þetta. Æ, er ekki lagið að missa edgið ef þetta verður gelt? Hvar er tjáningarfrelsi listamannsins? Ríkisreknar sjónvarpsstöðvar. Piff
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.5.2006 | 17:42
Athyglissýki?
Það sem fólk gerir fyrir 15 mínúturnar.
Er ekki í lagi með manninn? Þetta e víst hendin á kauða eftir 6 daga á kafi í vatni. Þetta gerir húðinni eflaust ekkert gott. Hann er allavega ekki vel tanaður.
5.5.2006 | 11:59
Hverjum er ég líkur?
Já, ég prufaði þetta hérna sem ég sá á B2 http://myheritage.com/ og ég bjóst við að fá að vita að ég sélíkur Kevin Bacon, Matt Damon eða eitthvað. En nei, mitt andlit skannað var og ég er líkur Nick Carter! Linkurinn er hér
Já, þetta setti mig náttúrulega í ójafnvægi, þannig að ég prufaði aðra mynd.
Það gekk svona glimmrandi vel, niðurstöður eru hér... Þetta er hinn afar myndarlegi aðalleikari Prison Break. Ég er viss um að Aggi vill hanga meira með mér núna!
Einnig er hér linkur á þessa tvífara, Ásgeir er samkvæmt stærðfræðilegum útreikningum líkur Robert Altman, ekki slæmt það!
Endilega tékkið þetta út, mjög gagnlegur vefur...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.5.2006 | 14:49
Sá Hostel í gær
Var með öll ljós slökkt og heyrnatól. Djöfulsins holbjóður! Í sumum atriðum varð mér bara hálf ómótt, þar sem ég var að japla á salami á meðan og lagði það frá mér þegar augnaatriðið var. Brrr, ég fæ hroll. Ég er samt staðráðinn í að fara í ferðina, hef engar áhyggjur.
En myndin fær stjörnur 2, eina fyrir að vera ógeðsleg og eina fyrir að vera með föngulega nakta kvenmenn.
Mér leið eins og einhver hefði skitið inn á sál mína eftir myndina.
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.5.2006 | 17:23
Kvikmyndapælingar
Sá Fun with Dick and Jane í gær, hún var ágæt. Gef henni 2 og klink. Svo er ég að mana sjálfan mig upp í að sjá Hostel, sem gerist einmitt á Balkanskaga er mér sagt, en þangað er ég að fara í sumar, og mun eflaust gista á nokkrum hostelum, þar á meðal á Hostel Celica sem er fyrrverandi fangelsi þar sem klefarnir eru gistiherbergi. http://www.hostelcelica.com/
Spurning hvort maður geymi Hostel?
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 17:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Tónlist
Tónlist
-
Q-Lazzarus - Silence of the Lambs - Goodbye Horses
Frábært lag, er í Silence of the Lambs og Clerks 2
-
The Go! Team - Thunder Lightning Strike - Ladyflash
Frábært sound, hresst og ferskt
-
Jack Johnson - Sing-A-Longs & Lullabies for the Film Curious George - Upside Down
Reddar manni í próflestri