Sveitin

Fór 2 nætur út á land fyrir helgina. Fór á Krókinn að kíkja á pápa og svo noðrur til Ólafsfjarðar að heimsækja ættingja Ástu. Kom við á Siglufirði og fór þangað um einn versta veg sem ég hef keyrt hér á landi. Og svo kemur maður á Sigló og það er endastöð, vegurinn endar þar. Mjög einangrað. En ömurlegar samgöngur, engin furða að þeir þarna á Siglufirði vilji fá göng til Ólafsfjarðar til að bæta samgöngurnar. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agnar Freyr Helgason

Margra milljarða göng sem 500 hræður munu nýta að staðaldri... væri ekki viskulegra að eyða peningunum í að tryggja gjaldlausa menntun fyrir alla sem vilja?

Agnar Freyr Helgason, 28.8.2006 kl. 21:41

2 identicon

Ohh, ég sakna Skagafjarðarins fagra !!!

Guðrún Lilja (IP-tala skráð) 29.8.2006 kl. 10:30

3 Smámynd: Andri Sigurðsson

Göngin nýtast sem flutningsleið til Siglufjarðar aðallega, og náttúrulega líka fyrir íbúana. Vegurinn sem er nú er ekki hæfur fyrir vörubíla.

Andri Sigurðsson, 29.8.2006 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband