Klassísk ófrumleg samantekt

Markverðasta á liðnu ári var Balkanferð, Hægri Reykjavík, Hvalirnir og svo toppurinn: útgáfa Singstar Legends... Fleiri orð mun ég ekki hafa um það árið.

Ég er spikaður eftir hátíðarnar að eigin mati, ræktin tekur við. Miskunnarlaus hreyfing í þágu fegurðar. Ekki fer maður í ræktina til að auka lífslíkur, neeeeei, bara til að verða kjút.

Foreldrar mínir eru að fljýja Reykjavík yfir í Kópavoginn. Úr öskunni í eldinn. Nei nei, kópavogur er fínn, allavega betur hugsað um fólk þar en hérna í hundraðs-hverfunum.

Aggi er að flytja aftur, að þessu sinni í Norðlingaholtið. Ekki skil ég þá firru. Hver vill búa þar? Þetta er næstum lengra en Mosó.

Ég hef hugsað mér að læra á rafmagnsgítar á árinu, er reyndar að fara að gera BA verkefnið í vor. Veit ekki hversu tímafrekt það er.

Sé ykkur á árinu, einhver ykkar sé ég nú strax um helgina, blindfull. Þið vitið hver þið eruð... 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Kamilla Einarsdóttir

Þegar ég las þetta þá vorkenndi ég foreldrum þínum svo mikið að þurfa að búa í Kópavogi, þangað til ég sá hvert Agnar er að flytja, hver gerir svoleiðis? Er hann í einhverju rugli? Kom eitthvað fyrir? Vita allir aðstandendur hans af þessu? Þetta er skelfilegt.

Eva Kamilla Einarsdóttir, 3.1.2007 kl. 08:43

2 Smámynd: Agnar Freyr Helgason

Andri byrjar árið eins og hann lauk því síðasta, með svikum, prettum og ógeðfelldum dylgjum. 

Annars er vert að benda á að þriðjungur allra áramótaheita falla niður dauð í fyrstu viku nýs árs. Gaman að því.

Sjálfur gerði ég samskonar áheit og minn spikugi vinur Andri - að fækka fellingunum um tvær. 

Agnar Freyr Helgason, 3.1.2007 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband