Ég á mér draum...

En þar sem engum finnst gaman að heyra um drauma mína þá ætla ég sko ekkert að segja ykkur frá.

 

Ætla annars í óspurðum fréttum á Hróarskeldu. Ferðafélagar eru Svandís, Sólveig og líklega Sigrún, eða er það ekki annars stelpur, eigum við ekki að skella okkur?


Draumur...

Mig dreymdi undarlegan draum. Ég var staddur í frumskógi. Ég ákveð að stela lítilli rafhlöðu frá manni sem ég þekkti sem Iain Glen (Tomb Raider og XXX). Rafhlaðan var sú endingarmesta í heimi og mjög verðmæt. Upphefst þá mikill eltingarleikur þar sem ég hitti fyrir Frönku Potente (Rent, Lola Rent og Bourne myndirnar). Hún brýtur sköflung og nef og ég, í svona Medic búning, tjasla henni saman. Ég hringi í Agnar til að ná í okkur en hann er of drukkinn til að heyra nokkuð í mér þannig að við erum bæði sprengd í loft upp. Við löbbum að líkum okkar og "lifnum svo við" bara til að vera drepin aftur og aftur. Spes.

Vondi Kallinn                                            

Iain Glen                           "The Girl"       Franka Potente


80 mínútur sem ég fæ aldrei aftur

Röðin var komin að Magga að halda Kvikmyndakvöld. What's up Tiger Lily. AFAR léleg mynd,varúð! Eina góða við myndina er þetta kvót: "Kill you? Come on. Does this look like the body of a killer?"

Annars ein af verri myndum sem ég hef séð um ævina. Hún fer í hóp mynda líkt og Ghost Rider (sá bara 15 mín, en restin getur ekki verið betri), Malibu's Most Wanted og Howard The Duck. 


UJ og ég

Á ég að bjóða mig fram í stjórn UJ? Ég hef fengið hringingar frá mörgum mikilvægum mannseskjum í þjóðfélaginu og ég beðinn um að gefa kost á mér, þar á meðal er Hemmi Gunn og Bobby Fischer. En í alvöru, sýndu sköðun í könnun.

Titillinn varinn

Árlegur viðburðir haldinn í gær, hittumst nokkrir og horfðum á óskarinn. Ég varði titilinn Kvikmyndakóngur með sóma, en Agnar veitti mér harða samkeppni. Ég sigraði hann á original score. Þetta er mitt 3ja ár sem kóngur og ég er bara orðinn vanur að hafa bikarinn heima í stofu.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband