Helgin...

Fór með vinkonum í bæinn og dansaði og söng við þemalag Fashion Television í röðinni á Barnum með tilþrifum...

Af kvikmyndahátíð og fleiru

Jæja, þessi þreytta þynnkumatarkönnun var orðin gömul. 11 tóku þátt og 66% borða á KFC, en gaman.  Ný könnun virk hérna í 1-2 vikur >>>

Í öðrum fréttum þá var metþátttaka í kvikmyndagetraun, rúmlega 1 svaraði og er ég svo ánægður með þátttökuna að þessi liður verður lagður niður með öllu! 

Icelandic Film Festival er í gangi og mikið um að vera, fullt af celebbum að mæta, spurning um að kíkja í bíó og reyna að snerta nokkra (langar að klípa í rassinn á Matt Damon). Annars vona ég að ég eigi eftir að sjá eitthvað af þessum myndum, langar að sjá flestar en maður er nú ekki svo ríkur. 


Hreyfimyndagetraun

Getraun 1

Þá er að upphefja gamlan sið sem tíðkaðist á mínu gamla bloggi og bloggi annarra, hér er mynd og gettu nú!

Úr hvaða mynd er þessi persóna? (Bannað að svindla!)


 


Sveitin

Fór 2 nætur út á land fyrir helgina. Fór á Krókinn að kíkja á pápa og svo noðrur til Ólafsfjarðar að heimsækja ættingja Ástu. Kom við á Siglufirði og fór þangað um einn versta veg sem ég hef keyrt hér á landi. Og svo kemur maður á Sigló og það er endastöð, vegurinn endar þar. Mjög einangrað. En ömurlegar samgöngur, engin furða að þeir þarna á Siglufirði vilji fá göng til Ólafsfjarðar til að bæta samgöngurnar. 

Tennishetja

Var að koma úr tennis, er að æfa. VHÚÚÚ!! Helvíti hresst sport, ég fíla mig gersamlega í þessu. Langar að kaupa mér ennisband og únliðsbönd í stíl, og ekki væri verra að vera með svöls flugmannasólgleraugu, flugmanns. Luke Wilson í The Royal TenenBaums.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband