Einsemd

Hver er botn einsemdarinnar? Tjah, ég skal ekki segja, en það að fara einn í bíó er þarna neðarlega ásamt því að hafa smakkað allar tegundir 1944 réttanna, eiga sér uppáhalds "handáburð" og hápunktur dagsins er sms frá símafyrirtækinu sem minnir þig á að virkja vinaafsláttinn en dagurinn tekur stefnuna niður þaðan þegar þú getur ekki ákveðið hvort þú eigir að velja mömmu þína eða Unni Birnu sem vin (hún hlýtur að vera í símaskránni).

En allavega, ég fór á fimmtudagskvöldið í bíó, einsamall. Er þetta jómfrúarferð mín sem slík, og ég var spenntur. Bíó er félagsleg athöfn og þegar ég sagði við dömuna í miðasölunni: "Einn á Pirates" þá fann ég fyrst fyrir undarlegri tilfinningu, ég er að fara einn í bíó. Oft hefur maður horft á margan sérvitrunginn koma sér vel fyrir með popp að heiman og 1 líter kók úr 10-11. Ég skimaði um eftir meðbræðrum mínum, þeim andfélagslegu, en kom ekki auga á neinn. Fór inn og settist, einn við ganginn til að lágmarka kontakt við annað fólk. Leið svoldið eins og ég væri að bíða eftir einhverjum. Hugsaði hvort ég ætti að segja, ef einhver myndi spyrja, að sætið við hlið mér væri frátekið. En ekki kom til þess.  Myndin leið og ég hugsaði í hléi hvort fólk væri að horfa á mig og velta því fyrir sér hvort ég væri með popp að heiman, eða kannski tvær brownies í álpappír að heiman.

Þetta var spes, geri þetta ekki aftur nema í neyð. Það er auðveldara að hlæja í bíó með öðrum, það er öðruvísi þegar maður er einn. Maður á það til að hlæja bara inni í sér. Það er ekki eins gaman. Hlátursþröskuldurinn er líka lægri í félagsskap.

Myndin var samt mjög fín og var einsemdin ekkert að skemma hana fyrir mér. En fariði frekar í félagsskap í kvikmyndahúsin og kaupiði ykkur bara popp á staðnum. 


Kominn heim

Ah, Balkans. Ljúfar minningar. Og sárar, eins og ákveðið atvik í Sarajevo þegar fannst enginn pappír á toilettinu á hostelinu, þið vitið hvað ég á við kæru ferðafélagar. Kynntumst mikið af skemmtilegu fólki, í Sarajevo kynntums við manni sem dansaði við Ásgeir og manni sem varð skotinn í Kjartani á staðnum sem Franz Ferdinand var skotinn, hérna er kauði


Meira seinna! 


57 tímar í Balkans 2006!!!

Countdown er hafið, ég er að missa mig. Er að deyja úr eftirvæntingu. Fer kl 07:15 á miðvikudag, fer í Paragliding kl 09:00 á fimmtudag.

Paragliding 


Lagið er...

Blinded by the Light með sveitinni Manfred Mann

 

 

 

Þetta er stuðlag sem sérhvert mannsbarn getur ekki annað en dillað sér við 


Nostalgía

Fann þetta um daginn, og fékk mikinn nostalgíuhroll, þetta er alveg málið þegar það rignir úti. Seta góða 80's-90's tónlist á fóninn og spila Super Mario eða Megaman. 

                

 

Nintendo leikirnir eru hér og hérna er forritið til að spila þá (scrolla niður).


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband