Einsemd

Hver er botn einsemdarinnar? Tjah, ég skal ekki segja, en það að fara einn í bíó er þarna neðarlega ásamt því að hafa smakkað allar tegundir 1944 réttanna, eiga sér uppáhalds "handáburð" og hápunktur dagsins er sms frá símafyrirtækinu sem minnir þig á að virkja vinaafsláttinn en dagurinn tekur stefnuna niður þaðan þegar þú getur ekki ákveðið hvort þú eigir að velja mömmu þína eða Unni Birnu sem vin (hún hlýtur að vera í símaskránni).

En allavega, ég fór á fimmtudagskvöldið í bíó, einsamall. Er þetta jómfrúarferð mín sem slík, og ég var spenntur. Bíó er félagsleg athöfn og þegar ég sagði við dömuna í miðasölunni: "Einn á Pirates" þá fann ég fyrst fyrir undarlegri tilfinningu, ég er að fara einn í bíó. Oft hefur maður horft á margan sérvitrunginn koma sér vel fyrir með popp að heiman og 1 líter kók úr 10-11. Ég skimaði um eftir meðbræðrum mínum, þeim andfélagslegu, en kom ekki auga á neinn. Fór inn og settist, einn við ganginn til að lágmarka kontakt við annað fólk. Leið svoldið eins og ég væri að bíða eftir einhverjum. Hugsaði hvort ég ætti að segja, ef einhver myndi spyrja, að sætið við hlið mér væri frátekið. En ekki kom til þess.  Myndin leið og ég hugsaði í hléi hvort fólk væri að horfa á mig og velta því fyrir sér hvort ég væri með popp að heiman, eða kannski tvær brownies í álpappír að heiman.

Þetta var spes, geri þetta ekki aftur nema í neyð. Það er auðveldara að hlæja í bíó með öðrum, það er öðruvísi þegar maður er einn. Maður á það til að hlæja bara inni í sér. Það er ekki eins gaman. Hlátursþröskuldurinn er líka lægri í félagsskap.

Myndin var samt mjög fín og var einsemdin ekkert að skemma hana fyrir mér. En fariði frekar í félagsskap í kvikmyndahúsin og kaupiði ykkur bara popp á staðnum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallbjörn Sigurður Guðjónsson

Isss ! Alveg sammála þér Andri minn ! Alltaf að fara með einhverjum öðrum í bíó. Aldrei einn !!

Sá myndina í kvöld, og fannst hún æði ! Get varla beðið eftir næstu mynd !!!

Savvy !

Hallbjörn Sigurður Guðjónsson, 5.8.2006 kl. 01:10

2 Smámynd: Agnar Freyr Helgason

Ég græt inní mér þegar ég les þetta... Hvern hefði grunað að þú værir svona einsamall???

Agnar Freyr Helgason, 6.8.2006 kl. 05:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband