Færsluflokkur: Bloggar
4.9.2006 | 16:53
Helgin...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.8.2006 | 19:58
Af kvikmyndahátíð og fleiru
Jæja, þessi þreytta þynnkumatarkönnun var orðin gömul. 11 tóku þátt og 66% borða á KFC, en gaman. Ný könnun virk hérna í 1-2 vikur >>>
Í öðrum fréttum þá var metþátttaka í kvikmyndagetraun, rúmlega 1 svaraði og er ég svo ánægður með þátttökuna að þessi liður verður lagður niður með öllu!
Icelandic Film Festival er í gangi og mikið um að vera, fullt af celebbum að mæta, spurning um að kíkja í bíó og reyna að snerta nokkra (langar að klípa í rassinn á Matt Damon). Annars vona ég að ég eigi eftir að sjá eitthvað af þessum myndum, langar að sjá flestar en maður er nú ekki svo ríkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.8.2006 | 11:42
Hreyfimyndagetraun
Þá er að upphefja gamlan sið sem tíðkaðist á mínu gamla bloggi og bloggi annarra, hér er mynd og gettu nú!
Úr hvaða mynd er þessi persóna? (Bannað að svindla!)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.8.2006 | 14:50
Sveitin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.8.2006 | 00:06
Einsemd
Hver er botn einsemdarinnar? Tjah, ég skal ekki segja, en það að fara einn í bíó er þarna neðarlega ásamt því að hafa smakkað allar tegundir 1944 réttanna, eiga sér uppáhalds "handáburð" og hápunktur dagsins er sms frá símafyrirtækinu sem minnir þig á að virkja vinaafsláttinn en dagurinn tekur stefnuna niður þaðan þegar þú getur ekki ákveðið hvort þú eigir að velja mömmu þína eða Unni Birnu sem vin (hún hlýtur að vera í símaskránni).
En allavega, ég fór á fimmtudagskvöldið í bíó, einsamall. Er þetta jómfrúarferð mín sem slík, og ég var spenntur. Bíó er félagsleg athöfn og þegar ég sagði við dömuna í miðasölunni: "Einn á Pirates" þá fann ég fyrst fyrir undarlegri tilfinningu, ég er að fara einn í bíó. Oft hefur maður horft á margan sérvitrunginn koma sér vel fyrir með popp að heiman og 1 líter kók úr 10-11. Ég skimaði um eftir meðbræðrum mínum, þeim andfélagslegu, en kom ekki auga á neinn. Fór inn og settist, einn við ganginn til að lágmarka kontakt við annað fólk. Leið svoldið eins og ég væri að bíða eftir einhverjum. Hugsaði hvort ég ætti að segja, ef einhver myndi spyrja, að sætið við hlið mér væri frátekið. En ekki kom til þess. Myndin leið og ég hugsaði í hléi hvort fólk væri að horfa á mig og velta því fyrir sér hvort ég væri með popp að heiman, eða kannski tvær brownies í álpappír að heiman.
Þetta var spes, geri þetta ekki aftur nema í neyð. Það er auðveldara að hlæja í bíó með öðrum, það er öðruvísi þegar maður er einn. Maður á það til að hlæja bara inni í sér. Það er ekki eins gaman. Hlátursþröskuldurinn er líka lægri í félagsskap.
Myndin var samt mjög fín og var einsemdin ekkert að skemma hana fyrir mér. En fariði frekar í félagsskap í kvikmyndahúsin og kaupiði ykkur bara popp á staðnum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.7.2006 | 12:40
Kominn heim
Ah, Balkans. Ljúfar minningar. Og sárar, eins og ákveðið atvik í Sarajevo þegar fannst enginn pappír á toilettinu á hostelinu, þið vitið hvað ég á við kæru ferðafélagar. Kynntumst mikið af skemmtilegu fólki, í Sarajevo kynntums við manni sem dansaði við Ásgeir og manni sem varð skotinn í Kjartani á staðnum sem Franz Ferdinand var skotinn, hérna er kauði
Meira seinna!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.6.2006 | 15:12
Lagið er...
Blinded by the Light með sveitinni Manfred Mann
Þetta er stuðlag sem sérhvert mannsbarn getur ekki annað en dillað sér við
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.5.2006 | 13:03
Hvaða bíll?
Ford Shelby Mustang Cobra!
You have an extreme need for speed, even when you're not in a hurry.
And while your flying by, you don't want to look like every other car on the road!
http://www.blogthings.com/what2007carshouldyoudrivequiz
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.5.2006 | 19:39
Andri kýs Samfó
Ég lokað hef fyrir könnun skoðanna. Það kemur á daginn að flestir telja að ég muni kjósa Samfylkinguna, 2. og 3ji kosturinn eru Sjallar og Grænir. Það kemur mér á óvart að fólk skuli halda að ég kjósi Græna, en það er kannski bara skekkja... annars er ég sármóðgaður að ég fái tæp 9% í Framara! Ég er hneykslaður, hneykslaður segi ég!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.5.2006 | 19:57
Djammþreyta
Ég er búinn á því, gjörsamlega. Eftir 3ja daga djamm þá er ekkert eftir á tanknum, ég þarf að endurhlaða yfir nokkra daga. Maður er orðinn of gamall í svona station-helgar. Þetta er þó ágætis æfing fyrir Balkan í sumar, ég þarf að æfa mig meira.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 53
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Tónlist
Tónlist
-
Q-Lazzarus - Silence of the Lambs - Goodbye Horses
Frábært lag, er í Silence of the Lambs og Clerks 2
-
The Go! Team - Thunder Lightning Strike - Ladyflash
Frábært sound, hresst og ferskt
-
Jack Johnson - Sing-A-Longs & Lullabies for the Film Curious George - Upside Down
Reddar manni í próflestri