Færsluflokkur: Bloggar

Hverjum er ég líkur?

Já, ég prufaði þetta hérna sem ég sá á B2 http://myheritage.com/ og ég bjóst við að fá að vita að ég sélíkur Kevin Bacon, Matt Damon eða eitthvað. En nei, mitt andlit skannað var og ég er líkur Nick Carter! Linkurinn er hér

 Nicky litli

Já, þetta setti mig náttúrulega í ójafnvægi, þannig að ég prufaði aðra mynd.

 Það gekk svona glimmrandi vel, niðurstöður eru hér... Þetta er hinn afar myndarlegi aðalleikari Prison Break. Ég er viss um að Aggi vill hanga meira með mér núna!

Þessi er að bræða hjarta Agga 

Einnig er hér linkur á þessa tvífara, Ásgeir er samkvæmt stærðfræðilegum útreikningum líkur Robert Altman, ekki slæmt það! 

Endilega tékkið þetta út, mjög gagnlegur vefur... 


Sá Hostel í gær

Var með öll ljós slökkt og heyrnatól. Djöfulsins holbjóður! Í sumum atriðum varð mér bara hálf ómótt, þar sem ég var að japla á salami á meðan og lagði það frá mér þegar augnaatriðið var. Brrr, ég fæ hroll. Ég er samt staðráðinn í að fara í ferðina, hef engar áhyggjur.

En myndin fær stjörnur 2, eina fyrir að vera ógeðsleg og eina fyrir að vera með föngulega nakta  kvenmenn.

Mér leið eins og einhver hefði skitið inn á sál mína eftir myndina. 


Kvikmyndapælingar

Sá Fun with Dick and Jane í gær, hún var ágæt. Gef henni 2 og klink. Svo er ég að mana sjálfan mig upp í að sjá Hostel, sem gerist einmitt á Balkanskaga er mér sagt, en þangað er ég að fara í sumar, og mun eflaust gista á nokkrum hostelum, þar á meðal á Hostel Celica sem er fyrrverandi fangelsi þar sem klefarnir eru gistiherbergi. http://www.hostelcelica.com/

Einn Klefinn     

Spurning hvort maður geymi Hostel? 


Er ég nördið?

Hér er frábært tækifæri fyrir nörda landsins að láta nörd sitt skína og láta misnota sig í nafni skemmtanabransans. http://syn.visir.is/?pageid=1457

Á ég að skrá mig? Er ég nördið sem þeir eru að leita að? Er ég viðvaningur í boltanum? Ég er að spá í að skrá mig! 


Til hamingju!

Til hamingju Ísland því ég blogga hér! Ég er fæddur til að skrif'etta, posta í hel!

Já, þá er ég mættur hér í þetta nýja ferska blogg.is dæmi, alltaf gaman að gera nýtt blogg. Svo kannski endist þetta eitthvað lengur en áður *ræsk*. Ég get svekkt ykkur með því að ég er búinn í prófum og sit eirðarlaus fyrir framan skerminn og leita að næstu síðu til að dunda mér yfir. Búinn að skoða allt myspace og meira að segja búinn að lesa allt bloggið hans Agga... Ég öfunda ykkur svo mikið að vera í prófum! Ilmurinn að nýuppteknum bókum, nýteknar úr plastinu og frumlesnar fyrir próf. Niður af takka-pikki í Odda þar sem fólk er að gera eitthvað annað en læra í tölvunum sínum. Já, prófatíð er góssentíð bloggara, sannkölluð uppskeruhátið!

Skemmtið ykkur. 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband